Nú fer önninni að ljúka og því ætlum við að halda fyrstu og síðustu (fjar)vísindaferð annarinnar! Woohoo 🥳🥳😅 Fyrirtækið GRID ætlar að halda kynningu fyrir okkur um starfsemi sína föstudaginn 20. nóv kl. 17. GRID er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fallegri, gagnvirkri og notendavænni framsetningu reiknirita (e. spreadsheets). Eftir kynninguna ætlum við að halda stemningunni áfram með Kahoot og fleiri leikjum 🕹🎰🎯 Við tökum líklegast matarhlé milli kl. 19 og 20 en höldum áfram eftir það. Það er þó ekkert sem bannar það að halda áfram að spjalla yfir glóðheitri Domino's pizzu keypt með afsláttarkóðanum "nuningur2021" í þessu matarhléi 😉 Við munum bjóða upp á einhverjar veitingar en við tilkynnum það síðar 🍼🍼
Ertu með spurningu? Þá ertu á réttum stað! Sendu félaginu facebook skilaboð eða tölvupóst og við munum svara eins fljótt og auðið er!